aron steinn davíðsson

Ég er löggildur hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari með margra ára reynslu af heilsurækt og vinnu sem varðar heilsufar, næringu og hreyfingu. Ég hef sjálfur reynslu af því hvernig það er að byrja að hreyfa sig og hversu erfitt það getur verið. Erfiðri baráttu við þunglyndi og kvíða frá 2016-2020 fylgdi því að ég var orðinn 124 kíló og alveg hættur að hreyfa mig sem var mjög ólíkt sjálfum mér. Ég var ekki ég sjálfur á þessum tíma og fann hvernig líkamlega og andlega þyngdin var farin að hafa mikil áhrif á lífið mitt.

Ég tók ákvörðun um að breyta alveg til og flutti erlendis. Eftir stutt stopp í London þar sem ég byrjaði einn ferlið að létta mig flutti ég til Svíþjóðar  þar sem ég byrjaði í háskóla í námi á Sænsku án þess að tala stakt orð í tungumálinu. Ég kláraði námið á tilsettum tíma og kom mér í gott stand bæði andlega og líkamlega á þessum tíma. Beint eftir háskólanám flutti ég aftur til Íslands og sótti mér gráðu í einkaþjálfun.

Það sem ég hugsa um þessa reynslu er hvað þetta hefði ekki þurft að vera svona erfitt og að ég hefði ekki þurft að gera þetta einn. Ég vil geta verið til staðar fyrir fólk í sömu stöðu og ég var í og hjálpa þeim að ganga í gegnum sín vandamál á sama tíma og við hjálpumst að við að taka til í mataræðinu og hreyfingunni.

Þetta snýst ekki um þyngd eða að geta tekið 100kg í bekkpressu. Þetta snýst um að fara fram úr rúminu ánægður með hver þú ert. Það getum við gert í sameiningu.

Löggildur hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari