Almenn ákvæði

Skilmálar þessir gilda um kaup á þjónustu á vefsvæðinu adt.is.

 Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur adt.is annars vegar og kaupanda þjónustu hins vegar. Kaupandi telst samþykkur skilmálum þessum við kaup þjónustu eða nýskráningu á vefsvæði adt.is.

Adt.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir. Einnig er áskilinn réttur til verðbreytinga fyrirvaralaust.

 „Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið lögaðili, en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga við fyrirtæki og stofnanir. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. Adt.is selur þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu.

Persónuupplýsingar

Á adt.is er aðgengileg persónuverndarstefna. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig adt.is umgengst þær persónuupplýsingar um kaupanda sem geymdar eru og hvaða réttindi hann á varðandi upplýsingarnar.

Upplýsingar kaupanda

Þegar kaupandi byrjar þjálfun hefur þjálfari aðgengi að upplýsingum um kennitölu, fullt nafn, netfang og símanúmer að auki upplýsinga um hæð, þyngd, fituprósentu og annað sem á við. Einnig getur kaupandi samþykkt að vera á póstlista. Pöntun kaupanda á heimasíðu er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Adt.is er skuldbundið að afgreiða pöntun kaupanda (nema í tilvikum sem nefnd eru á öðrum stöðum þessara skilmála) og sendir kaupanda staðfestingu með tölvupósti. Jafnframt sendir adt.is kaupanda afrit af reikningi þegar greiðsla berst frá kaupanda sé þess óskað. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst.

Allar persónuupplýsingar nýttar í tilgangi þjálfunar fyrir kaupanda mun undantekningarlaust verða eytt í lok þjálfunar hans.

Adt.is býður upp á skráningu á námskeið, prógröm og fjarþjálfun á vefnum. Skráðir einstaklingar fá staðfestingu um skráningu frá þjálfara með helstu upplýsingum um námskeiðið eigi síðar en 48 tímum fyrir upphafsdag þjálfunar.

 

Í tölvupóstinum koma fram helstu upplýsingar, slóð inn á lokaða Facebook grúppu, Teams hlekkur og fleira.

Greiðsla

Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála adt.is.

 Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum heimasíðu.

Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:

Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt Valitor sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu.

Millifærsla: Viðskiptavinir geta kosið þann greiðslumöguleika að leggja inn á reikning adt fyrir vöru eða þjónustu. Til að ljúka við pöntun með millifærslu er sá valmöguleiki valinn við frágang pöntunar. Æskilegt er að greitt sé fyrir pöntun með millifærslu eigi síðar en 7 dögum frá pöntun. Upplýsingar vegna millifærslu:

Kennitala: x

Reikningsnúmer: x

Skýring: Pöntunarnúmer

Senda kvittun á netfang: pontun@adt.is

Ábyrgð

Allir iðkendur adt.is eru á eigin ábyrgð í þjálfun. Upplýsa skal þjálfara um líkamlega kvilla eða sjúkdóma sem gætu haft áhrif á þjálfunina.

Forföll viðskiptavina eru á eigin ábyrgð nema um annað sé samið.

Viðskiptavinir adt.is bera sjálfir ábyrgð á að skrá sig inn á everfit smáforritið sem notast er við í fjarþjálfun og stöðluðu æfingaplani. Nýti viðskiptavinur sér ekki þjónustuna á meðan þjónustutímabili stendur er það á ábyrgð viðskiptavinarins.

Ekki er hægt að vænta árangurs hvorki andlega né líkamlega sé viðskiptavinur ekki tilbúinn að stunda þær æfingar sem adt.is leggur til.

 

Eignarréttur

Þjálfunarðaferðir adt.is eru í einkaeigu félagsins og er öllum óheimilt að þjálfa eða endurtaka æfingarnar gegn greiðslu án þess að vera í virku samstarfi við adt.is.

 

Annað

Adt.is áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðunni adt.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

 

Ágreiningur

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Þjálfarar adt.is eru bundir þagnarskyldu gagnvart þeim upplýsingum sem viðskiptavinir treysta þeim fyrir.

 

Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá 1. júlí 2024.

Síðast uppfært 11. júlí 2024.

 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.