það þarf ekki að vera flókið að byrja.

Ég tala af reynslu þegar ég segi að ég veit að það er erfitt að byrja. það þarf hinsvegar ekki að vera flókið. Kannski getum við gert það aðeins auðveldara með því að gera þetta saman. Þetta snýst ekki um þyngd eða að geta tekið 100kg í bekkpressu. Þetta snýst um að fara fram úr rúminu ánægður með hver þú ert.

Það getum við gert í sameiningu.

Bara með því að skoða þessa heimasíðu sé ég að þig langar að taka næsta skref í átt að betra lífi. Tökum spjallið og finnum þá þjálfun sem hentar þér og þínum lífstíl best.

byrjaðu fyrir þig.

Við byrjum á að finna hvaða þjálfun hentar þér og þínum lífsstíl. Hvort sem þú vilt mæta í ræktina eða byrja heima, léttast, þyngjast, bæta á þig vöðvamassa, þjálfa fyrir maraþon eða eiga bara aðeins auðveldara með að labba upp stigann heima þá finnum við í sameiningu rétt plan fyrir þig.

Aðgangur að snjallforriti sem inniheldur æfingaplön er innifalið í allri þjálfun og einnig er í boði að fá næringarráðgjöf og yfirsýn með mataræði, þannig lærir þú sem best að næra líkamann þinn og gefa honum þá orku sem hann þarf.

Þetta getur verið stressandi en það er allt í lagi, þá gerum við þetta bara stressuð.

veldu þitt plan

stakt prógram

everfit

4.990 isk.

áskriftarleið

fjarþjálfun

14.990 isk. per. mánður

20% afsláttur af öðrum mánuði

30% afsláttur af þriðja mánuði

áskriftarleið

vinaþjálfun

10.990 isk. per. mánður

20% afsláttur af öðrum mánuði

30% afsláttur af þriðja mánuði

algengar spurningar

  • ADT býður upp á einstaka nálgun fjarþjálfunar og þjálfara sem býr yfir ítarlegri faglegri og bóklegri menntun þegar kemur að heilsu, hreyfingu og vellíðan. Hreyfing á að vera eitthvað sem þú bíður eftir að fá að gera á hverjum degi og ADT getur hjálpað þér að komast þangað einn dag í einu.

  • Hjá ADT er í boði að velja á milli 3 tegunda af fjarþjálfun. Hver og ein aðferð getur gagnast þér á mismunandi hátt og því hægt að velja þá sem hentar best að hverju sinni.

    Everfit:

    Aðgangur að Everfit þjálfun hjá ADT gefur þér aðgang að stöðluðu æfingarplani þar sem æfingum er lýst og kennslumyndbönd eru í boði. Hægt er að velja á milli mismunandi plana svo þú getir fundið það plan sem hentar þér og þínum markmiðum.

    Fjarþjálfun:

    fjarþjálfun hentar vel fyrri þá aðila sem vilja eiga í reglulegum samskiptum við þjálfara og fá góða yfirsýn og ráðgjöf um hreyfingu, næringu og lífstíl.

    Aðgangur að sérsniðnu æfingarplani, næringarþjálfun og ráðleggingu og reglulegir stöðufundir eru innifaldir.

    Vinaþjálfun:

    vinaþjálfun er svipuð fjarþjálfun en hentar betur þeim sem vilja byrja ferlið með einhverjum öðrum. Hvort sem það er vinur, maki, fjölskylda eða eitthvað annað þá hentar vinaþjálfun vel fyrir þá sem vilja styðja við hvort annað í ferlinu.

    Aðgangur að sérsniðnu æfingarplani, næringarþjálfun og ráðleggingu og reglulegir stöðufundir eru innifaldir.

  • ADT kýs að bjóða frekar upp á næringarráðgjöf og þjálfun í stað matarplans til þess að aðstoða einstaklinga við að byggja upp sínar eigin máltíðir og öðlast þannig þekkingu sem að nýtist þeim út lífið.

    Að kunna á næringargildi opnar margar dyr og er lykilatriði í því að viðhalda árangri eftir að þjálfun lýkur.

  • Hjá ADT er hægt að fá aðgang að smáforritinu Everfit.

    Í gegnum forritið getur einstaklingur séð dagatal með yfirliti fyrir æfingar, næringarráðgjöf, einnig getur hann verið í samskiptum við þjálfara og haldið utan um þyngd, mataræði, mælingar, árangur etc.

  •  

    Fjarþjálfun fer fram í gegnum spjall á smáforriti og fjarfundi/símtöl. Árangri er fylgt eftir og regluleg samskipti milli þjálfara og þess sem æfir. Einnig fylgir fullur aðgangur að smáforriti, næringarráðgjöf og aðgangur að uppskriftum.

    Einkaþjálfun fer fram á stað og þar fer fram æfingakennsla, mælingar og fundir milli þjálfara og þess sem æfir.